Friday 18 January 2008

Ending kvelds

Nu var ad lykta kveldi sem tileinkad var afmœli Ornu Lindar, bekkjarsystur minnar. Stulkan er nu kominn a 26. ar. Bondi hennar, Sigurdur, er i borginni og thau tvo asamt mer, Bjarna og Thuridi skelltum okkur a Pasta Brown i Covent Garden. Thar var snœddur svona thokkalegur matur. Vœntingarnar eru aldrei haar her i Bretlandi og thannig eru vonbrigdin aldrei mikil. En thess utan var maturinn anœgjulegur sem felagsleg kvoldstund. Rœtt var um menn og malefni, tœpt a ymsum af heimsmalefnunum; ser i lagi efnahagsmalum og hvort ad vaxandi dollaraeign Kinverja vœri ad grafa undan sjalfstœdri peningastefnu althjodabankans eda hvort ad hun vœri ad halda flotinu a bandariskum rikisskuldabrefum innan edlilegra marka eda hvort ad badar thessar stadhœfingar vœru algjor vitleysa eins og sumir vildu halda fram. Mjog hart var tekist a eins og gefur ad skilja.

Ad mat loknum var haldid a pub nokkurn thar sem var mikid um nokkud drukkna Breta i bullandi makaleit. Einnig var thar nokkud grasprengdur ruddi sem virtist vera ad gefa Bjarna eitthvad signal. Thannig skildi eg thad ad minnsta kosti en karlinn var eitthvad ad vidra bilskurinn, a.k.a. boruna. Bjarni lett ser fatt um finnast en upp hofst mikil monnun um ad Bjarni myndi henda svona eins og 2 pensum tharna nidur. Bjarni var ordinn thad olvadur ad a timabili virtist hann vera ad ihuga ad lata verda af. Tha for eg nu adeins ad draga af honum enda kaudinn alls ekki arennilegur og alls ovist ad honum thœtti thetta eins fyndid og okkur.

Ad thessu loknu skelltum vid okkur a klubb nokkurn, Jewell. Sa var thokkalegur. Vel skreyttur og svona trashy classy eins og kys ad kalla tha. A dansgolfinu var nokkud sem eg hef aldrei sed adur. Thar var madur a hœd vid mig en um thad bil 200 kg. Ekkert tiltokumal, nema hvad ad thetta flikki skakadi sig eins og sjalfur Travolta. Einnig var hann med trefil um halsinn og notadi hann ospart thegar hann var ad dansa upp skvisurnar. Eg komst allur vid er eg stardi a hann. Snerpan og fotfimin a thessum stora manni var med eindœmum.

Af odrum frettum tha var Tuddinn her um sidustu helgi. Margt var brallad. Hapunkturinn var for okkar a comedy store hvar vid sturtudum i okkur konnufyllum af bjor og cider yfir gargandi skemmtilegu grini.
Eftir a forum vid a McDonald's og hittum thar hressa Breta, doldid raudthrutna og œsta sem vildu odir spjalla. Their gafu okkur ollum nickname. Tuddinn fekk thad besta, the Tank. Sem er nanast bara thyding a Tuddinn. Greinilegt ad hann er farinn ad gefa fra ser Tudda filing fyrst ad menn erlendis sja hann bara sem skridreka. Nema visunin hafi verid onnur. Rœdum thad ekki frekar. Eg var kalladur Abba. Their tengdu Bjorn vid Bjorn i Abba. Bjarni var Morton ut af treflinum, veit ekki hver tengingin er. Gummi skaut sig eiginlega i fotinn. For ad tala um ad hann heti Mummi a Islandi. Tha var hann natturulega bara Mommie. Menn eiga ad vita betur. Alla vega thessir brandarakallar voru agœtir.

Lœt thetta nœgja.

Monday 7 January 2008

Aftur til London

Tha hefur jolum lyktad og kjellinn er kominn aftur til London. Thad gekk reyndar ekki afallalaust. Thegar eg var ad tekka mig inn i morgun tha kom i ljos ad eg hafdi ovart vixlad fornafni og eftirnafni og var thvi ad sjalfsogdu engin leid ad tekka mig inn. Mer var gert ad fara a solubas Icelandair og fa thetta leidrett. Og eg thangad.
Ekki hvarfladi ad mer annad en ad thetta vœri einfalt ad laga. Bara delete og skrifa inn. Eg tyllti mer hja einni vel spasladri meikdrottningu. Thegar konur eru svona mikid meikadar eins og flugfreyjur oft eru, tha er ekki alltaf gott ad giska a aldur eftir sjon einni saman. En thad er eitt sem kemur alltaf upp um thœr eldri sem eru ad reyna meika sig nidur i aldri. Thad er raddbeitingin. Hver setning hefst a innsogi og svo er oft nefmœlgur bassatonn i roddinni sem kemur upp um thœr.
En alla vega, kona thessi hafdi ekki hugmynd um hvernig atti ad laga thetta. Thad eina sem hun vissi var ad lagfœringin myndi kosta 4.000 kronur. Tha fauk nu i undirritadan. Eg sagdi henni ad thetta fœri ekki obloggad. Adallega vildi eg samt bara komast sem fyrst inn i flugstod og fa mer einn frapuccino fyrir flug. En tha hofst mikid skuespil.
Eins og adur var nefnt virtist konan litid kunna a tolvuna sina. Einnig voru gervineglurnar med slikum eindœmum ad hun atti i mestu vandrœdum ad pikka i lyklabordid. Thannig ad hun fekk konu a nœsta bas til ad kikja a thetta. Su hofst handa en virtist eitthvad lost, for ad hringja eitthvad og vesenast.
Tha kemur allt i einu kona nokkur, Tobba, a svœdid. Hun er greinilega einhver sleggja thvi ad hinar heilsa henni med slikum innsogum ad eg helt ad lœgi vid kofnun. Thegar her er komid sogu hef eg setid thogull i 10 minutur. Tobba fer ad spyrja hvad er ad og blandar ser i leikinn. Hun virdist hafa einhverja lausn. En svo hefst leidindaspjall theirra a milli. Tobba fer ad bysnast yfir thvi hvernig folk er enntha ad klikka a thvi ad rugla fornafni og eftirnafni eins og eg gerdi. "Veistu eg skil thetta ekki. Vid erum buin ad setja svona rauda stjornu vid reitinn med skyringum og liggja yfir thessu. Samt gerist thetta." Mer for nu ad finnast ad mer vegid. Rœtt um mann i 3. personu eins og vanvita sem viti ekki hvort hann heitir Vidarsson eda Bjorn ad skirnarnafni. Eg ris thvi ur sœti i ibygginn a svip. Otrulegast finnst mer samt ad thœr segja ad thetta gerist mjog reglulega. Samt eru thœr bunar ad vera kofsveittar i 20 minutur ad laga thetta. Eitthvad gullfiskaminni i gangi fyrst thœr gleyma alltaf a milli hvad thœr gerdu sidast. Alla vega, einhvern veginn reddast thetta nu fyrir litlar 4.000 kronur og eg kemst i tekkid.

Og 5 stundum sidar var kjellinn lentur a Heathrow.

Thad er ekki laust vid ad madur se meyr. Kona og barn fjarri godu gamni. Einn i storborginni. Lidur eins og midnight cowboy, fyrir tha sem hana hafa sed. Nema hvad eg er ekki enn farinn ad falbjoda mig og Bjarni er laus vid berkla enn sem komid er.
Annars er Bjarni eins og klettur i lifsins olgu sjo. Hringdi i mig adan med barattukvedju. "Stattu thig strakur. Framtidin er bjort. Ef menn drekka lifsins bikar of geyst....tha....ja... tha vill hann tœmast. En thu fyllir aftur a hann." Bjarni er mœlskur andskoti.